Friday, April 06, 2007

Samprjón1 dagur1

Let me know if you want this in English.

Hérna er fyrsti skammtur í Samprjóni. Spyrjið endilega ef það er eitthvað óljóst í textanum. Ekki giska í grúbbuna hvað þetta er heldur senda mér póst prívat rajnos hjá gmail.com. Sú fyrsta sem getur uppá hvað við erum að prjóna fer þau verðlaun að vera fyrst og hún fær að velja næsta samprjóna. Miðum við að hafa ca. 1 í mánuði. Ég get útbúið munstrið sjálf eða verðlaunahafinn sjálfur, annaðhvort. Í þetta sinn þarf ekki að finna sjálft mynstrið á netinu - en aukabónus ef það er gert.


Athugið að halda opinu í útaukningum. þ.e. ekki prjóna í snúna lykkju. Mynstrið kemur betur út ef það er opið.


l. = lykkja

x l. sl. = prjóna x lykkjur sléttFitja upp 34 l.


Prjóna tvær umferðir slétt (þ.e. einu sinni fram og einu sinni til baka).

3. umf.: Prjóna 3 l. sl., *taka tvær lykkjur saman brugðið, bregða garni yfir prjón, endurtaka frá * enda á að taka tvær lykkjur saman brugðið og prjóna 3 l. sl. [33 l.]

Prjóna eina umf.

5. umf.: Prjóna 3 l. sl., prjóna brugðið þar til 3 l. eru eftir og prjóna þær slétt.

Næsta umf.: Prjóna 3 l.sl., *prjóna tvisvar í næstu lykkju (framan og aftan í hana), prjóna 1. l.sl., endurtaka frá* enda á útaukningu og prjóna 3 l.sl. [47 l.]

Næsta umf. er eins og 5. umf.

Næsta umf.(8.umf.): Prjóna 3 l.sl. *prjóna 2 l. saman, endurtaka frá * enda á 4 l.sl. [27 l.]

Næsta umf(9.umf.): Prjóna 3 l.sl. *prjóna 1 l.sl., taka upp band á milli lykkja og prjóna í það, endurtaka frá * enda í 4 l.sl. [47 l]


Næsta umf : Prjóna 3 l. *prjóna tvisvar í næstu lykkju, 2 l.sl., endurtaka frá* enda í útaukningu og 4 l.sl. [61 l.]

Næsta umf: Eins og umf. 5

Næsta umf: eins og umf. 8 [34 l.]

Næsta umf. eins og umf. 9 [61 l.]


Næsti skammtur kemur svo á morgun.


Góða skemmtun.

1 comment:

AJ said...

Spennandi, ég hlakka til að halda áfram að prjóna á morgun!