Thursday, February 24, 2005

Sendingin

Sendingin er komin! Hún lenti í tollinum eins og lög gera ráð fyrir. Nema hvað, þeir vissu ekkert hvað þetta var og vildu opna sendinguna bara af því að þeir skyldu ekki reikninginn. Ég var meira að segja spurð sérstaklega hvað þetta 'chart' væri - ekki nógu mikið handavinnufólk þarna! Til að gera langa sögu stutta þá munu blessuðu perurnar mínar tilheyra tollflokki sem krefst tollskýrslu! Þetta voru því dýrar perur enda kostar skýrslugerðin 1750 kr. (ágætis tímakaup það). Peran sem ég pantaði áður hefur algjörlega farið framhjá þeim og ég hafði ekki hugmynd um að það væri svona tollavesen. Ég hef hinsvegar lent í þessu líka með kaffi sem við keyptum frá Peet's.

English: The shipment has arrived but it turned out that the light-bulbs needed extra, expensive paperwork :( Some products (like coffee, see link above) do but others don't.

1 comment:

Anonymous said...

Þessir tollarar en ég vildi bara óska þér til hamingju með nýju myndavélina ekki hægt að kommenta hinu meginn.