Thursday, February 17, 2005

Farwell dagljós

Dagljósaperan mín er sprungin :( Ég get nú ekki kvartað mikið því ég keypti hana í sumar og hún er búin að vera í stanslausri notkun síðan. Ég keypti hana á Sewandso og keypti bara eina af því ég var ekki 100% viss með stærðina. Hún passaði í lampann og nú er mér ekkert að vanbúnaði að panta fleiri. Þá grípur maður náttúrulega tækifærið og pantar ýmislegt annað líka ;)

Ég notaði því venjulega peru í staðinn og munurinn er ótrúlegur! Ég þreyttist mjög fljótt í augunum :(

Tilgangurinn með þessu bloggi var að hluta til að hjálpa mér að klára verkefni sem ég var byrjuð á. Það virðist ætla að virka. Gerði smá í Galdrakarlabangsanum mínum og er búin að finna neistann varðandi Franska þorpið aftur. Það er svo gaman að sauma þá mynd. Ég er svo fegin að vera búin að fatta það aftur :)

Aðaltilgangurinn var svo að fá að tjá mig um þessa ástríðu mína og monta mig í leiðinni ;)

No comments: