Wednesday, February 02, 2005

Myndir, myndir, myndir

Sigrún frænka var svo sæt að lána mér myndavél. Nú get ég tekið myndir aftur, jibbí. Ég tók m.a. mynd af hjálmahúfunni (vantar bara fyrirsætu) og trúðasmekknum hennar Kamillu. Bara verst að hún er hætt að nota smekk!




Hérna eru svo vettlingarnir. Ég er búin með eitt 'blóm' og á annað eftir. Þetta er svo gaman. Ég væri sko löngu búin með þennan ef ég gæfi mér einhvern tíma í hann. Svo nota ég krosssaumssegulplötuna mína. Þetta er plata sem ég hef aldrei komist almennilega uppá lagið með í krosssaumnum en hentar mjög vel í þetta. Þá set ég segul yfir mynstrið þannig að ég sjái akkurat þá línu sem ég er að prjóna eftir. Algjör snilld.

Að lokum janúar BOM-ið. Næsta verður hjartalaga mynstur. Býst við að gera það minna (þetta er 30x30 cm en hitt verður væntanlega 20x20 cm, annars kemur það bara í ljós).

Ég á svo eftir að taka mynd af sokkunum góðu en mig vantaði einhvern í gær til að taka mynd af þeim á fótunum á mér.

No comments: