Hérna eru svo vettlingarnir. Ég er búin með eitt 'blóm' og á annað eftir. Þetta er svo gaman. Ég væri sko löngu búin með þennan ef ég gæfi mér einhvern tíma í hann. Svo nota ég krosssaumssegulplötuna mína. Þetta er plata sem ég hef aldrei komist almennilega uppá lagið með í krosssaumnum en hentar mjög vel í þetta. Þá set ég segul yfir mynstrið þannig að ég sjái akkurat þá línu sem ég er að prjóna eftir. Algjör snilld.
Að lokum janúar BOM-ið. Næsta verður hjartalaga mynstur. Býst við að gera það minna (þetta er 30x30 cm en hitt verður væntanlega 20x20 cm, annars kemur það bara í ljós).
Ég á svo eftir að taka mynd af sokkunum góðu en mig vantaði einhvern í gær til að taka mynd af þeim á fótunum á mér.
No comments:
Post a Comment