Hafið ekki áhyggjur. Ég er ennþá að þrátt fyrir lítið blogg. Reyndar er líka handavinnan búin að vera í minna lagi. Bæði vegna álags (dagmamman var veik og ég vann langt fram á kvöld), hreinlætiæðis (er ólétt) og þreyttu (þegar ég er búin að jaska mér út á hreingerningum ;).
Ég hef verið að dunda mér í norsku vettlingunum. Það er ekki smá gaman að gera þá. Ég þarf að stoppa mig af svo ég sé ekki langt fram á nótt (ég þoli svo illa svefnleysi þessa dagana). Ég fann mynd af fingravettlingum með þessu norska mynstri. Það er mjög svipað það sem ég er að gera nema það eru ekki fingravettlingar heldur svona belgvettlingar (eða hvað það heitir) og mynstrið endurtekur sig.
Svo hef ég verið að dunda mér í saumavélinni. Er í startholunum með smáverkefni, sauma utanum, stytta buxur og svona. Svona smáverkefni taka mig nú bara kvöldið þannig að þetta gengur hægt, sérstaklega af því að ég fatta alltaf að mig vantar eitthvað smádót sem hver saumakona á og getur ekki verið án. Í handavinnuklúbb sem ég er í þá er verið að gera BOM (block-of-the-month). Þar sem einn bútasaumsferningur er gerður í hverjum mánuði. Þetta er mjög spennandi og tekur ekki of mikinn tíma (miðað við t.d. mánaðar-SAL (stitch-a-long) í krosssauminum). Janúarferningurinn er auðveldur og febrúar aðeins flóknari. Það er spurning hvernig þetta á eftir að koma út eftir árið og hvað maður á eftir að nota þetta í???? Spennandi. Endilega að skrá sig í klúbbin og vera með ef þú hefur áhuga.
No comments:
Post a Comment