En aðalatriði helgarinnar var lítil mynd sem mér var gefin í afmælisgjöf (14. okt síðastliðinn). Ég fékk reyndar 2 litlar myndir og rammar með. Ég var víst búin að lofa mér að byrja á engu nýju í krossinum en stóðst ekki þessa. Byrjaði á henni milli jóla og nýjárs þegar mig vantaði garn í laskermapeysuna góðu. Þetta er reyndar mjög fljótgerð mynd en hún hefur verið meira svona uppgrip hjá mér milli prjónaverkefna að undanförnu. Hún er reyndar mjög skemmtileg að sauma og vann á.
Hérna er mynd af henni eftir að ég er búin með krosssauminn og önnur eftir að ég er búin með afturábakstinginn (sumir segja bakstingur aðrir afturstingur en ég veit ekki hvað ég á að kalla þetta).
Það er smá munur á myndunum, ekki satt.
Svo kemur myndin römmuð uppá vegg.
Þær er svo að finna í stærra sniði á myndasíðunni, í þessari möppu.
No comments:
Post a Comment