Sunday, February 27, 2005

Frábær helgi

I had a great weekend. I went with bunch of women to my dad's and step-mom's summer house from Friday until Sunday. The craft of chose for these women is cross stitching and we stitched all weekend through. It was great not having to do anything else. We hardly slept, stayed up until 2-3 AM and were stitching before noon next day. People hardly even used the hot-tub! Me and my stepmum, stepsister also did some knitting. I finished my husband's slippers, well the knitting part. I didn't have the other one and it needs sewing up and then they will be washed. I finished the Wizards potions kit as well and did bunch on my French village.

Ég átti frábæra helgi, handavinnuhelgi. Á föstudagskvöldið fór ég ásamt 5 öðrum handavinnubrjálæðingum í sumarbústaðinn hans pabba og Sigrúnar. Brjálæðingum segi ég því það var sko ekki gert annað en að sauma, sauma og svo aftur sauma með smá prjóni inn á milli. Það var varla að maður náði að toga þær með í pottinn. Undantekningin voru Ásturnar (tvær þeirra heita Ásta), þær voru sko alltaf til í pottinn! Við vorum að fram á miðja nótt og svo var byrjað aftur fyrir hádegi daginn eftir, harkan 6! Á laugardeginum komu svo þær Sigrún og Maja dóttir hennar (með handavinnu að sjálfsögðu) og ég eldaði um kvöldið (það gerist sko ekki oft).

Þessa brjálæðinga er að finna á stuðklúbbnum, Allt í kross. Hann snýst að mestu leiti um krosssaum en handavinna er náttúrulega alltaf handavinna. Í þetta sinn var það bara ég að bjóða prívat og persónulega í bústaðinn, enda rúmar hann varla fleirri í handavinnusæti (ekkert mál með gistingu).

Ég kláraði loksins Galdrabangann :) Mynd væntanleg, sem og myndir úr bústaðinum. Ég gerði slatta í Franska þorpinu og kláraði inniskónna hans Clints líka. Það var æðislegt að hafa heila helgi undir ekkert annað en handavinnu :) Klúbburinn planar sumarbústaðarferð í apríl. Ég hlakka ekki smá til. Ef einhver hefur áhuga þá bara að skrá sig í klúbbinn sem fyrst, allir velkomnir :)

1 comment:

Hafrún said...

Og þetta var svo gaman og hressandi.... Er strax farið að hlakka til næstu sumarbústaðaferðar.