Friday, January 21, 2005

Sokkar búnir

Nú eru sokkarnir búnir og ég í þeim í vinnunni, sem og lopapeysunni góðu. Eins gott enda sá ég hitamæli á leiðinni sem sýndi -12°C. Þá var ég nýbúin að heyra í útvarpinu að það ætti eftir að hlýna!!! Varla kólnar meira úr þessu??

Sokkarnir eru ansi þröngir. Mynstrið er svona grunnmynstur og þar sem maður byrjar á tánum þá getur maður mátað sokkinn eftir því sem maður prjónar og lagað að fætinum. Ég gerði það hins vegar aðeins með lengdir en ekki breidd. Það var alveg nógu flókið fyrir mig í þetta skipti. Næst þegar ég prjóna eftir þessari uppskrift (jú, nokkuð viss um að það verður næst - Hafrún ætlaðir þú ekki líka að fara að prjóna sokka?) þá kem ég til með að auka út líka.

Því miður er engin mynd af sokkunum, þeir eru nefnilega geðv... flottir þó ég segi sjálf frá. Sjálfmynstrandi munstrið kom nokkuð vel út og þó að þeir séu ekki 'eins' þá er ég alveg sátt. Ég lét þá nefnilega ekki byrja á sama stað enda er svo langt á milli endurtekninga að það lítur út fyrir að vera random hvort eð er. Nema hvað, myndavélin neitar allri samvinnu. Það er bara lok læs og allt í stáli. Var einhver að tala um nýja myndavél???

No comments: