Friday, January 14, 2005

Laskerma búin!

Kláraði laskermapeysuna í gærkvöldi. Þetta var auðveld og skemmtileg peysa. Hún var skemmtileg afþví að ég var að gera laskerma peysu í fyrsta sinn (sem er lygilega auðvelt reyndar) og af því að ég hafði ekki hugmynd um hvernig peysan kæmi til með að líta út og það örvaði mann áfram í að prjóna. Hálsmálið var tilviljun. Ég hafði upphaflega ætlað að hafa það þrengra en ég var svo ánægð með það svona að það fékk að vera aðeins víðara. Bæði finnst mér það flottara og svo stingur það ekki í hálsinn svona!

3 comments:

Sonja said...

Það er sko hægt að smella á myndina til að sjá hana stærri og til að lesa aðeins til um hana!

Sissú said...

Hæ Sonja, til hamingju með nýju peysuna, virkilega flott og sniðug litasamsetning hjá þér, þér er greinilega margt til lista lagt !

Kveðja Sissú

Sonja said...

Takk fyrir hrósið. Reyndar kom mynstrið sjálfkrafa þar sem garnið er mislitað :) en ég er mjög ánægð með útkomuna. Þvílíkur munur t.d. að eiga lopapeysu sem hægt er að vera í undir úlpu!!! Ég var búin að prjóna aðra á mig fyrir löngu, svona hefðbundin lopapeysa. Nota hana sjaldan af því að hún er svo víð.