Tuesday, January 11, 2005

Laskerma lopapeysan

Ég er mjög spennt yfir lopapeysunni sem ég er að prjóna. Þetta er ekki hefðbundin lopapeysa eins og ég hef gert áður. Hún er t.d. laskerma (það kemur lína frá handveginum að hálsinum, sjá t.d. þessa mynd) og úr mislituðu garni (eða sjálfmynstrandi garni). Garnið er rautt en í mjög breytilegum rauðum litum, alveg frá dökkvínrauðu yfir í ljósrauð/grátt (líklega blanda af hvítu og svörtu sem er lituð). Það kemur mjög sérstakt mynstur og ég er spennt að sjá hvernig afraksturinn verður, ermarnar eru t.d. ólíkar bolnum. Nú er ég búin að sameina ermar og bol og er byrjuð á brjóststykkinu (frá handvegi að hálsi). Þetta er í fyrsta sinn sem ég prjóna laskermar og var svolítið spennt að læra það. Það er mjög auðvelt og skemmtileg aðferð, fljótprjónuð líka.

Ég fer ekki eftir uppskrift en styðst við Sigrúnu, stjúpu mína og aðlaga svo að mínni stærð og óskum. Ég t.d. vildi hafa hafa frekar þrönga (svona m.v. hefðbundna lopapeysu) en er hálfhrædd um að ermarnar séu jafnvel of þröngar. Þær mættu amk ekki vera þrengri.

Í gærkvöldi þurfti ég að rekja aðeins upp, tvær lykkjur dottnar niður og ég gat ekki notað trikkið með heklunálinnu (ná þeim upp með heklunál) því önnur þeirra átti að lenda í úrfellingu :( Svona er það þegar maður heldur að maður geti gert margt í einu. Ég var að horfa á sjónvarpið eða lesa greinar á meðan ég var að prjóna en það gekk ekki eins vel eins og ég taldi mér trú um!

No comments: