Wednesday, January 19, 2005

Sko mína

Í gær saumaði ég á saumavélina mína - í fyrsta skipti. Ég veit ekki hvort ég ætti að skammast mín. Eiginlega ekki því ég er búin að vera á fullu annaðhvort í handavinnu eða í meðgönguþreytu síðan ég fékk hana. Þegar það kemur að handavinnu þá getur maður bara gert eitt í einu. Sumir eru svo heppnir að hafa bara eitt afmarkað áhugamál innan handavinnunnar eins og að prjóna bara eða sauma bara en ég vil helst gera allt!

Ég ætlaði að byrja á að sauma utanum sessuna í uppáhaldsstólnum mínum. Hann er meira en farinn að láta á sjá. Eiginlega er hann bara í henglum! En svo fattaði ég allt í einu að ég ætti eftir að þvo efnið. Hefði getað verið löngu búin að því! Í staðinn kláraði ég að stytta buxur. Ég var löngu búin að klippa neðan af þeim en náði ekki að sauma. Ég var ekki smá stolt af mér þegar ég var búin en ánægjan minnkaði þegar ég fattaði að ég er eiginlega hætt að komast í þessar buxur! Betra seint en aldrei ;) (ég notaði þær sko bara klipptar þannig að skaðinn er ekki svo mikill).

Regia sokkarnir mínir eru alveg að koma heim og saman. Á bara eftir að klára stroffið. Reyndar ekkert bara því það tekur sinn tíma að prjóna 17 cm stroff 2sl2br!
Held að þetta sé garnið sem ég er að nota. Það er amk 6 þráða og í þessum litum!

No comments: