Wednesday, May 09, 2012

Another baby shower!

This time it was three-in-one
Three of the graduate students I work with are expecting. Two women and the wife of one of the men. One from China, one from Malaysia, and one from Libya. Here are the sweaters,
And of course they came with the corresponding hats:
The cake was adorable

2 comments:

Þóra said...

Hæ Sonja

Ég er að prjóna þessa peysu (í hvítu og grænu) og er með eina spurningu ef ég má :)

Ég er komin að því að halda áfram með ermarnar, er búin að prjóna niður búkinn og stroffið þar. Er sem sagt að fara að taka upp lykkjurnar fjórar undir höndunum og manni er sagt að nota sama lit og er á lykkjunum sem eru í geymslu á spottanum(hjá mér er það hvítur). Hér kemur spurningin: á ég þá að nota hvítan til að taka upp lykkjurnar fjórar og skipta svo strax um lit áður en maður heldur áfram með ermalykkjurnar sem voru í geymslu? Mér finnst það koma asnalega út; lykkjurnar fjórar verða svo lausar.

Ég varð að prófa að prjóna þessa peysu eftir að ég sá hana á síðunni hjá þér, hún er svo sæt.

Ég man eftir þér úr Grafarvoginum, af strætóstoppistöðinni við Olís. Þú bjóst í Hömrunum er það ekki, ég bjó í Foldunum. Við þekkjumst ekkert en höfum oft beðið eftir strætó þar á sama tíma :)

Kveðja, Þóra.

Sonja said...

Hæ hæ Þóra. Jú mikið rétt. Ég bjó í Hömrunum og tók oft strætó við Olísstöðina.

Ég notaði bara þann lit sem var næstur í röðinni við að prjóna renndurnar. Það kom vel út.

Þessi peysa er ferlega skemmtileg og gaman að prófa sig áfram með mismunandi garn og liti ;)